NUDDMEÐFERÐIR Í BOÐI

BRIM – nýtt

Markmiðið með nuddinu er að mýkja stífa vöðva ef þess þarf. Þetta nudd hentar þeim sem vilja fá heilnudd og mikinn þrýsting. Í þessu nuddi er djúpvefja- og íþróttanuddi beitt. Hér er nuddað að mestu leyti með olnboga og hnefa. Í þessu nuddi er allur líkaminn nuddaður.

60 mínútur | 13.000 kr.

ELDUR

Markmiðið með nuddinu er að minnka eða draga úr verkjum, eins og til dæmis höfuðverk vöðvabólgu eða öðrum eymslum. Hér er meðal annars unnið á triggerpunktum sem geta valdið verknum. Einnig er unnið með liðlosanir ef ástæða þykir til, en liðlosun liðkar liði sem eru stirðir. Djúpvefjanuddi er beitt á líkamann. Hér er hægt að velja um svæði til að nudda. Athugið að ef verið er að vinna á verk þá getur verið að það þurfi að koma í fleiri en eitt skipti.

PS. Vinsælasta nuddið

60 mínútur | 13.000 kr.

LOGN heilsunudd

Markmiðið með nuddinu er koma líkamanum úr stressi yfir í ró. Það er gert með því að byrja að láta nuddþegann taka eftir önduninni og eftir það er farið í smá öndunaræfingu. Í þessu nuddi er klassísku og íþróttanuddi blandað saman. Hægt er að fá nudd með eða án ilmkjarnaolíu. Hægt er að velja milli tveggja mismunandi ilmkjarnaolía.

60 mínútur | 13.000 kr.

Viltu vera með þeim fyrstu að fá fréttirnar?

Skráðu þig þá á póstlista

Hvað felst í því að skrá sig á póstlista?

  • Fræðslumolar um nudd
  • Nýjungar
  • Nýir tímar í boði
  • Fréttir af nuddstofunni

Til að skrá sig á póstlista vinsamlegast sendið tölvupóst á kristin@lognheilsunudd.is eða með því að ýta á takkann hér fyrir neðan:

UM MIG

Hver er ég?

Hæ, en gaman að þú skulir hafa viljað kíkja hingað inn. Svo ég kynni mig fyrir þér þá er nafnið mitt Kristín og stefni á að útskrifast sem heilsunuddari úr FÁ næsta vor (2024). Þær nuddmeðferðir sem ég hef lært eru blandaðar saman til að hjálpa þínum líkama. Má þar nefna íþróttanudd, djúpvefjanudd, trigger punktar og klassískt nudd.

Djúpvefjanudd og triggerpunktanudd hjálpa til við að minnka verki á meðan það er gott að fá góðan þrýsting frá íþróttanuddinu. Klassískt nudd hjálpar svo líkamanum að slaka á. Eitt af því sem vakti áhuga minn á nuddi kemur fram í bókinni Habits of a happy brain. Bókin fjallar um hamingjuhormónin fjögur; serótónín, endórfín, dópamín og óxytósín. Þar kemur fram að með því að fara í nudd þá flæðir hormónið oxýtósín um líkamann sem veldur vellíðan.

Hvað get ég gert fyrir þig?

Markmiðið mitt með mínum nuddmeðferðum er að þinn líkami öðlist ró hvort sem það er vegna verkja í líkama eða vegna streitu. Verkir geta komið alls staðar fram í líkamanum eins og vöðvabólga, höfuðverkir, verkir í mjóbaki eða aðrir verkir. Streita getur komið úr ýmsum áttum hvort sem það er vegna vinnu eða daglegs lífs. Þá getur verið gott að slaka á og taka frá tíma fyrir sjálfa/n sig. Stundum er líka bara gott að koma í nudd þó ekkert sé að há manni. Ertu búin að taka frá þinn tíma fyrir þig í nudd?